HLH

Áfram Stefán!

Það er augljóst að nýr lögreglustjóri ætlar að taka starf sitt alvarlega.  Hann ætlar að vera sýnilegur, nú með því að aka um á merktum bíl.  Mér finnst hann fara vel af stað og þeir sem héldu að ganga hans um miðbæinn á fyrsta vinnudegi væri einhver sýndarmennska hljóta að endurskoða hug sinn.  Ég tel að lögreglan hafi virkilega sýnt það með því að birta myndir úr öryggismyndavélum við Garðastræti, sem leiddu til þess að árásarmenn gáfu sig fram.  Hver veit hvort þeir hefðu náðst ef þær hefðu ekki verið birtar?  Á eitthvað að vera að hlífa mönnum sem fremja svona verknað?  Það tel ég ekki og mér finnst að það eigi að nota allt sem hægt er til að koma upp um svona verknað.  Áfram Stefán!!


mbl.is Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu mun aka á merktum bíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband