26.1.2007 | 08:57
Hvernig er eftirlitið??
Já það eru ótrúlegustu hlutir sem gerast. Burt séð frá góðum árangri lögreglunnar við að stoppa þennan akstur er önnur spurning sem vaknar. Hvernig er þetta hægt?? Að fyrrverandi starfsmaður Samskipa geti farið í gegnum allt eftirlit inn í bílaport þar sem geymdar eru ótollafgreiddar bifreiðar og tekið hana traustataki og ekið á brott. Og bíllinn geymdur með lyklana í!! Mér finnst aðalmálið í þessari frétt snúa að gæslu og eftirliti Samskipa, hvernig er þetta hægt?? Gaman væri að spyrja þá þeirrar spurningar.
Vörubíll stöðvaður eftir ofsaakstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Voru menn ekki að jafna sig eftir afmælisveisluna?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.1.2007 kl. 22:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.