6.1.2007 | 19:47
Virkjanir
Já, Bjarni frambjóðandi hann kann að ná til fólks og vekja á sér athygli. En þetta málefni sem hann vakti athygli á er nauðsynlegt að sé rætt og það er ótrúlegt að Landsvirkjun skuli alltaf hafa það þannig að vera komin af stað með mál og útboð án þess að klára sína heimavinnu. Afhverju eru þeir ekki búnir að semja við bændur og landeigendur, kynna málið og annað sem til þarf? Er nema von að þeir fái oft alla á móti sér með svona vinnubrögðum. Þessi vinnubrögð eru einmitt til þess fallinn að koma kerkju í fólk og fá það á móti sér. Ég veit ekki til þess að Landsvirkjum megi gera það sem henni detttur í hug þó þeir hafi haldið það í gegnum tíðina. Nú hefur fólk betra tækifæri til að koma skoðun sinni á framfæri og liggur ekki á skoðnunum sínum.
Fjölmenni á útifundi við Urriðafoss | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.