8.1.2007 | 12:07
SKiptir engu máli!
Sem fyrrverandi starfsmaður í matvörugeiranum get ég ekki annað en hlegið að svona fréttatilkynningu frá SVÞ. Það er alveg sama hvað þeir ætla sér að fylgjast með og fara í aðgerðir þær skila engu. Þeir aðilar sem vilja ná fram hækkun vöru sinnar og aukinni álagningu gera það ef þeir vilja. Hver ætlar að standa upp og mótmæla þegar frameiðendur og innflytjendur tilkynna um hækkanir á vöru sinni? Hver getur rengt rök þeirra? Enginn. Þeir hafa upplýsingar um forsendur hækkunarinnar og þeir þurfa ekkert að láta hana af hendi. Hver ætlar að rengja smásalann þegar hann hækkar vöru sína? Hann getur komið með fullt af rökum, hækkað innkaupsverð, launahækkanir, hækkanir á aðkeyptri þjónustu, hækkandi húsnæðiskostnaði ofl. ofl. Hann bara gerir það sem hann vill. Ef að allir hækka vörur sínar hvað ætla þá neytendur að gera? Hunsa þá alla og versla í matinn hvar?? Þegar allar verða búnir að hækka verðin sín verður bara áfram sama bil á milli verslanakeðja og neytandinn verður bara að kyngja því að þurfa að kaupa í matinn af þeim sem á markaðnum eru.
Afar mikilvægt að koma í veg fyrir verðhækkanir á matvöru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.