HLH

Fasteignagjöld

Var að horfa á fréttirnar á RUV áðan og sá þar frétt um fasteignagjöld og aðra skatta sveitarfélaga.  Var gaman að sjá að eitt fjögurra sveitarfélaga á landinu sem lækkaði fasteignaskatta í ár var Sveitarfélagið Árborg og eina sveitarfélagið sem hækkaði ekki sorphirðugjald.  En á Ísafirði var það hækkað um rúmlega 40%.  Eftir þessa frétt fór ég að hugsa um umræður sem ég á stundum við fólk eftir áramót varðandi fasteignaskatta.  Þannig hefur það verið undanfarin ár að Fasteignamat Ríkisins hefur árlega hækkað mat sitt, misjafnlega mikið á milli landshluta og svæða.  Í Árborg hefur þetta hækkað mjög mikið undanfarin ár og stundum um tugi prósenta.  Þó sveitarfélögin haldi prósentu álagningu óbreyttri þá að sjálfsögðu hækka gjöldin á eigendur húsnæðisins.  Mörgum húseigendanum þykir þetta ekki réttlátt og telur oft að sveitarfélögin séu þarna að seilast of djúpt í vasa sína til að ná í meiri tekjur og auka álögur á eigendur.  Það getur verið að vissu leyti rétt og eina leiðin til að auka ekki álögurnar er þá að lækka álagningarprósentuna.  En hvað fær húseigandinn við þetta? Fær hann ekki verðmætara húsnæði?  Ef hann býr á svæði þar sem er mikil þensla, mikil fjölgun íbúa og allir vilja búa þar, þá verður húsnæði eftirsóttara og verðið hækkar.  Býr þá viðkomandi ekki í verðmætari eign og á þá meiri verðmæti?  Það verður ekki bæði sleppt og haldið og þannig er það bara að þetta helst í hendur.  Eign á betri stað, hærra fasteignamat, hærra brunabótamat og hærri fasteignaskattur nema sveitarfélagið lækkir prósentuna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband