10.1.2007 | 21:25
Valgerður og Ingibjörg Sólrún
Það er alveg merkilegt með þessar konur tvær, Ingibjörgu Sólrúnu og Valgerði Sverrisdóttur, að aftur og aftur byrja þær á þessari Evru umræðu sinni. Það hefur marg oft komið fram að til að geta tekið upp Evruna verðum við fyrst að ganga í ESB. Þessar konur tvær virðast bara ekki geta skilið það. Og þær eru ekki einu sinni í sama flokki. En kannski kemur þetta bara ekkert flokkapólitík við og þær tvær kannski eru bara eins og þær eru. En ég held að það verði einhver að fara að koma vitinu fyrir þær og koma þeim í skilning um að þetta er ekki hægt.
ESB telur þjóðir ekki geta tekið upp evru án aðildar að sambandinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég held að þú sért hér að hitta naglann á höfuðið án þess að gera þér kannski alveg grein fyrir því. Þær eru alveg að skilja þetta með ESB og evruna. Þær eru ekkert að sækjast sérstaklega eftir evrunni, heldur aðild. Þær gera sér hins vegar grein fyrir því að það er erfitt að réttlæta aðild, aðildarinnar vegna og því velja þær eitthvað sem hægt er að nota í staðinn. Með því að hrella okkur með krónunni og halda uppi áróðri um að efnahagurinn sé á leið til helv...s ef við tökum ekki upp evruna, þá er verið að koma þeirri hugsun inn að við verðum að taka upp evruna. Þegar þjóðin er svo orðin hysterísk og krefst evrunnar, þá mun koma smá "ups" frá EU sinnum, sem vísa þá til þess að aðild sé bara smá formsatriði sem þurfi að klára fyrst. Þannig eru þeir þá búnir að koma okkur inn í EU án þess að við í raun viljum það. Með evru umræðunni er því verið að halda því fram að maður geti borðað matinn áður en hann er kominn á diskinn, nokkuð sem við vitum að er ekki hægt, en þeir vilja bara láta okkur halda það.
Jón L (IP-tala skráð) 10.1.2007 kl. 21:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.